Frí forrit á netinu

Afhverju að borga fyrir eitthvað þegar maður getur fengið það frítt?

Hvort sem við erum að skoða tölvupóst, skrifa ritgerð eða texta, vinna með myndirnar okkar eða bara verja tölvuna gegn vírusum þá eru fullt af fólki útí heimi sem hafa búið til forrit fyrir okkur sem við notum. Sum eru einföld en sum eru mjög flókin sem hafa tekið mörg ár í framleiðslu, þau eru yfirleitt fokdýr. En sum eru það ekki, jafnvel alveg frí.
Margir töffarar stela sér forritum á netinu, ekki er mælt með því hér.

Allt sem er nefnt hér er miðað við heimanotkun. Í fyrirtækja umhverfi geta verið flóknar tengingar á milli forrita þar sem best er að fá ráðgjöf frá sérfræðingum.

Microsoft Office pakkinn. Verðbilið er c.a. frá 15.990kr til 89.000kr.
Margir standa í þeirri meiningu að maður þurfi að hafa Microsoft Officepakkan til að stunda nám, það er af og frá.
Hér er eitthvað sem getur komið í staðinn fyrir Microsoft Office.

 • Kingsoft Office. Þessi pakki samanstendur af forritum sem er sambærilegt og Word, Excel og Powerpoint. Frábær pakki fyrir flesta.

kingsoft-office

 • Open Office. Í þessum pakka eru sex forrit sem koma í staðinn fyrir Microsoft word, Excel. Powerpoint.  Í pakkanum er líka teikniforrit og tvö reikniforrit.

openoffice

 

 • Libre Office. Þessi pakki er sambærilegur Open Office og Microsoft Office. Með sömu möguleikum og Open Office.

libreoffice

 

Tölvupóstforrit:
Microsoft Outlook er í Officepakkanum frá Microsoft. Flott forrit sem getur búið til tengingar við önnur forrit. Það getur hins vegar verið þungt í vinnslu.
Á heimatölvunni er ýmislegt annað í boði.
T.d.

 • Opera Mail. Frá þeim sömu og framleiða Opera vafrann. Einfaldleikinn er allsráðandi.

opera

 • EM-Client. Frekar einfalt forrit sem leyfir þér að vera með facebook spjallið og Google spjallið. Uppsetningarferlið er þó frekar flókið þar sem þarf að skrá sig og fá kóða til að virkja það.

Em client

 • Mozilla Thunderbird. Einfalt og það er „open source“ sem þýðir að marga aukahluti(add-on) er hægt setja í það til að ná fram einhverri ákveðinni virkni eða útliti. Hægt að setja upp facebook og Google spjall.

Mozilla-Thunderbird

 

Myndvinnsla:
Fyrir myndvinnsluna þurfum við ekki nota Adobe Photoshop eða Adobe Lightroom. Þessi forrit eru að kosta 15.900 og alveg uppí hundruði þúsunda.
Í staðinn:

 • Gimp. Birtist fyrst árið 1996 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Öflugt forrit sem getur gert nánast allt.

gimp-900-90

 • PixBuilder. Gefur Gimp ekkert eftir. Flott forrit með fullt af möguleikum.

PixBuilder-900-90

 • Paint.NET.  Öflugt forrit sem er með þeim betri, eins og hin tvö.

paint

 

 

Vírusvörn:

 • Microsoft Security Essential. „Frítt” frá Microsoft. Ef þú er með Windows 7 eða nýrra stýrikerfi á tölvunni þinni geturðu náð í þetta forrit frítt í „Windows Update“.
 • AVG Free.  AVG víusvarnar stórfyrirtækið gefur líka út frítt forrit til heima notkunar.
 • Avast Free. Frítt forrit frá Avast sem einnig stórlax á sviði vírusvarna í heiminum

Hægt er að nálgast þessi vírusvarnarforrit á Ninite.com

Stærstu vírusvarnar fyrirtækin gefa út frí forrit sem hægt er að nota á heimatölvuna.
Þessi forrit búa ekki yfir eins miklum eiginleikum og sú útgáfa sem þú borgar fyrir en veitir engu að síður góða vörn fyrir heimilistölvuna.
Þetta er eitthvað gert í auglýsingaskyni en líka til að afla sér upplýsinga. Um leið og þessi forrit ná sér í uppfærslur til framleiðenda sinna senda þau um leið gögn um vírusa sem þau kunna að hafa stoppað. Þetta er gert svo fyrirtækin getir aukið við þekkinguna sína og gert sínar varnir betri til að takast á við það sem er nýjast í vírus heiminum. –og að sjálfsögðu staðið framar á markaðnum.

 

Ninite.com

Á þessari síðu er búið að safna saman þeim fríu forritum sem eru vinsælust. Hægt er að ná í forritið einfaldlega með því að haka við það (hægt að gera mörg í einu) og velja „Get Installer“.

Algjör snilldarsíða sem alveg örugg.

ninite

 

Hvað ber að varast?

Ef þú veist ekki nákvæmlega hvað þú ert að setja inná tölvuna þína, ekki setja það inná tölvuna þína. Lestu þig til um það, gúgglaðu það og sjáðu hvað fólk segir um það. Það er fullt af stórvarasömu dóti þarna úti.

Ef þú veist hvað þú ert að ná í, gættu þá að ekkert aukaforrit slæðist með. Það er mjög algengt að í ferlinu er spurning hvort þú viljir hitt eða þetta forrit með. Þá er yfirleitt búið að haka í það fyrir þig. Þá þarf að taka hakið úr.

ekkiDownloadTags: , , , , , ,

Copyright © 2014. All rights reserved.

Posted May 24, 2014 by Viðar Örn in category "Tölvur og Tækni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *